Beint í efni

Svo berist ekki burt með vindum

Svo berist ekki burt með vindum
Höfundur
Richard Brautigan
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

So the Wind Won´t Blow it All Away eftir Richard Brautigan, í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Stríðinu er nýlega lokið. Drengur þvælist með fátækri móður sinni úr einum stað í annan. Minnisstæðastir verða dagarnir við tjörn eina í Oregon þar sem honum áskotnast ótal bjórflöskur sem hann selur, en þar sitja löngum óútskýrð hjón á stofusófa sínum og veiða leirgeddur. Drengnum líður seint úr minni dagurinn sem hann fer út að leika sér með riffilinn sinn, 17. febrúar 1948.
Þann dag tekur líf hans nýja stefnu.

Úr Svo berist ekki burt með vindum

Þetta síðdegi grunaði mig ekki að jarðvegurinn ætti eftir að bæta við sig gröf innan fárra daga. Verst að ég skyldi ekki geta gripið kúluna á lofti og látið hana spinnast niður .22 kalíbera riffilhlaupið og inn í skothólfið, og grópast aftur við skothylkið og vera einsog henni hefði aldrei verið skotið né jafnvel komið fyrir í byssunni.

Ég vildi óska að kúlan væri aftur stödd í pakka sínum með hinum 49 systkinum sínum, og að pakkinn væri öruggur á hillunni í skotfæraversluninni og ég hefði einungis gengið framhjá versluninni þennan þungskýjaða febrúardag og aldrei farið inn.

Ég vildi að mig hefði langað í hamborgara í staðinn fyrir skot. Við hlið skotfæraverslunarinnar var veitingastaður. Þar var boðið upp á afbragðs hamborgara, en ég var ekki svangur.

Það sem ég á eftir ólifað hugsa ég um þennan hamborgara. Ég sit þarna við skenkinn, held á honum og tárin streyma ofan kinnar mínar. Afgreiðslustúlkan lítur undan, hún kærir sig ekki um að horfa á drengi gráta meðan þeir borða hamborgarann sinn, og auk þess vill hún ekki auðmýkja mig.

Ég er eini viðskiptavinurinn á veitingastaðnum.

Henni kemur þetta ekki við.

Hún á við eigin vandamál að etja.

Kærastinn hennar yfirgaf hana í síðustu viku útaf einni rauðhærðri frá Chicago. Það er í annað sinn á einu ári sem þetta hendir hana. Hún trúir þessu ekki. Þetta hlýtur að vera annað og meira en tilviljun. Hvað eru margar rauðhærðar í Chicago?

(s. 5)

Fleira eftir sama höfund

Silungsveiði í Ameríku

Lesa meira

Vatnsmelónusykur

Lesa meira

Ógæfusama konan: ferðalag

Lesa meira