Beint í efni

Þá var öldin önnur III

Þá var öldin önnur III
Höfundur
Einar Bragi
Útgefandi
Ísafold
Staður
Reykjavík
Ár
1975
Flokkur
Fræðibækur

Úr formála höfundar í fyrsta bindi:

Ég hef á liðnum árum stundum átt erindi á söfn innan lands og utan í leit að heimildum af ýmsu tagi vegna verka í smíðum. Slík safnferð getur hæglega snúizt upp í gamanleik keimlíkan því, er gömlu mennirnir voru að búa sig til kirkju og fundu hvergi flibbahnappinn sinn, rótuðu í ótal skúffum og rákust á flest annað en einmitt það, sem þeir voru að svipast eftir, sumt svo forvitnilegt að þeir gleymdu sér, unz guðsþjónustu var lokið. Í skjalahaugunum kom eitt og annað upp í hendurnar á mér, sem ég tímdi ekki að láta ólesið, og fyrr en ég vissi af voru þvílík brot farin að raðast saman í svolitlar þjóðlífsmyndir. Þannig er til orðið sumt af því, sem á þessum blöðum stendur. Á öðrum síðum er steypt saman smámunum úr reynslu minni og annarra, sem áður áttu leið um sömu slóðir. Þótt ekki sé það allt svo fjarri í tíma sem nafn bókarinnar bendir til, hefur öldin flogið svo hratt um mína daga, að Ísland bernsku minnar og æsku var mun líkara því sem langafar mínir ólust upp við en börnin mín kynntust í uppvexti. Þess vegna fannst mér þessir þættir gætu vel staðið undir einum titli.

(5)

Fleira eftir sama höfund

Viðtal við Hannes Sigfússon

Lesa meira

Viðtal við Jóhannes úr Kötlum

Lesa meira

Hrakfallabálkurinn : viðtöl við Plum kaupmann í Ólafsvík

Lesa meira

Hreintjarnir

Lesa meira

Eitt kvöld í júní

Lesa meira

Við ísabrot

Lesa meira

Ljóð í Antología de la poesía nórdica

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira