Beint í efni

Það rís úr djúpinu

Það rís úr djúpinu
Höfundur
Guðbergur Bergsson
Útgefandi
Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1976
Flokkur
Skáldsögur

Sagan kom einnig út í bókinni Sannar sögur: Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu.
Reykjavík: Forlagið, 1999. Sögurnar eru þar í endurskoðaðri útgáfu höfundar.

Úr Það rís úr djúpinu:

1. Í fyrsta sinn, sem ég sá þessa manneskju, stóð hún við svaskakarið og kepptist í fiskþvottinum. Hún sneri við mér baki. Ég sá ekki andlit hennar. Hún var klædd litlausri peysu, lágvaxin, axlabreið, og dugnaðurinn skein af baksvipnum. Daginn eftir kom ég í vinnuna, en ég veitti manneskjunni enga sérstaka athygli. Hún var ósköp venjuleg kona, en hún var hölt, og sumir kölluðu hana Lóu, þótt hún væri annars kölluð ýmsum nöfnum, eins og tíðkast hjá venjulegu fólki. En ég kalla hana lóu. Aldrei hafði ég fyrr á ævinni unnið í fiski. Það eina, sem ég hafði starfað, utan annað heima hjá foreldrum mínum í sveitinni, var hjá prestsfrúnni, í tvo vetur, eftir að ég fermdist. Þar sást aldrei annar fiskur en saltfiskur, eins og heima. Á sumrin veiddi pabbi stundum silung og dró á í leyfisleysi, auðvitað. Lítil stúlka veiddi ég hornsíli og sauð í dós. Svo dó mamma. Þá vorum við þrjú eftir á sveitabænum í dalnum. Gunna systir var tveim árum eldri en ég og hafði verið í vist í Reykjavík.

Það var leiðinlegt, sagði Gunna. Alltaf ósköp að gera, fá böll, margir og litlir krakkar. Ég var ævinlega að þvo bleyjur og skeina. Frúin var ófrísk árið um kring, svaf til hádegis, borðaði í greiðsluslopp, valsaði um íbúðina og át vínarbrauð, lá í símanum, hélt fram hjá manninum sínum, og fór út eftir kaffi til tannlæknis. Á kvöldin emjaði hún í mígrenuköstum, móðursjúk, grét og heimtaði gosdrykki.

(9-10)

Fleira eftir sama höfund

The Swan

Lesa meira

Hafa kvennabókmenntir sérstöðu?

Lesa meira

Gagnrýni á gagnrýnina

Lesa meira

Hundurinn sem þráði að verða frægur

Lesa meira

Hugsanabókin. Sjötíu hugsanir

Lesa meira

Trúin, ástin og efinn : minningar séra Rögnvalds Finnbogasonar

Lesa meira

Guðbergur Bergsson; metsölubók

Lesa meira

Stígar

Lesa meira

Tomas Jonsson : bestseller

Lesa meira