Úr Þar og þá:
Konan í þokunni
Þar villtist konan í þokunni
afþví hún áfram gekk
en átti að vera kjur.
Aumingja konan í þokunni
allt sá hún vitlaust
og ekkert rétt.
Svo settist hún niður
eftir þrjú ár í þokunni
og áði um stund.
Þegar dagur rann
þá varð hún að steini
konan í þokunni
afþví hún hafði áfram gengið
en átt að vera kjur.