Teikningar: Snorri Freyr Hilmarsson
Af bókarkápu:
Stella var níu ára og bjó með mömmu sinni í stóru húsi. Jólin nálguðust, en samt var eins og nú yrði engin jólahátíð. Það var afi sem lét jólin koma. En nú var hann farinn til himna. Hvernig átti Stella að finna jólastjörnuna sem afi var vanur að benda henni á? Var það kannski hann sem hreinsaði silfrið af jólastjörnunni svo hún gæti skinið skærast allra stjarna á himinhvolfinu?