Beint í efni

Yrsa Þöll Gylfadóttir

Æviágrip

Yrsa Þöll Gylfadóttir er fædd þann 25. ágúst árið 1982 í Reykjavík og eftir fimm ára búsetu í Kanada ólst hún að mestu upp í Garðabæ.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002 og flutti í kjölfarið til Frakklands til að nema franskar bókmenntir og málvísindi, fyrst við Michel de Montaigne háskóla í Bordeaux og loks við Sorbonne háskóla í París. Næst lauk Yrsa meistaraprófi í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands, með viðkomu sem skiptinemi í UQAM háskóla í Montréal. Síðar lauk Yrsa kennsluréttindum á framhaldsskólastigi og prófi frá Leiðsöguskóla Íslands.

Auk skrifanna hefur Yrsa Þöll að mestu unnið sem leiðsögumaður og kennari (frönskukennari og kennari íslensku sem erlends máls) en hefur einnig fengist við túlkun og þýðingar, dagskrárgerð í útvarpi, séð um ritsmiðjur og kennt fullorðnum og börnum borðspil.

Fyrsta skáldsaga Yrsu Þallar var Tregðulögmálið (2010). Þriðja skáldsaga hennar, Strendingar (2020), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins