Beint í efni

Bernharður Núll

Bernharður Núll
Höfundur
Bjarni Bjarnason
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina:

Hver er hversdagsnjósnarinn Bernharður Núll? Við hvaða borð á kaffihúsinu situr hann og njósnar um okkur? Hvenær mun hann stíga inn í líf okkar og taka þátt eða stígur hann út úr okkur sjálfum? Hann er alla vega kominn til Íslands og skráir allt niður sem hann sér á kaffihúsinu.

Úr Bernharði Núll:

Þegar ég var orðinn nokkuð öruggur um mig á Casino Club fór ég að spá í hvernig Magdalena hefði þefað mig uppi og með hvaða upplýsingum hún mataði leitarforritið í tölvunni hjá sér. Ég þóttist ekki geta komið mér burt frá henni án þess að finna útúr því. Vitanlega var ég að nota þetta sem afsökun til að losa mig ekki úr snörunni strax. Ég sá hana fyrir mér nakta heima hjá mér með hönd á mjöðm og hugsaði með mér: Ef ég næ ekki að losa mig þá skal ég þó sjá til þess að hún uppfylli sinn hluta samningsins varðandi kaffihúsið áður en við förum út í þetta með drengina. Í gruflinu var ég búinn að gleyma henni við hlið mér þegar hún sagði allt í einu drafandi ofan í glasið:
„Strákurinn minn, hann Ísak Mori...“
Hún þagnaði því augnablik afmyndaði grátgretta andlitið. Fyrir brá svip sem virtist tilheyra allt annarri og formlausari persónu innra með henni. Hún barðist um stund við að hrinda laumugestinum aftur ofan í djúpið þar til ekkert var eftir af honum nema smá raki í augunum.

(bls. 83-84)

Fleira eftir sama höfund

Mannætukonan og maður hennar

Lesa meira

The Return of the Divine Mary

Lesa meira

Örninn

Lesa meira

Sólarlag við sjávarrönd

Lesa meira

Nakti vonbiðillinn

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Andlit (brot)

Lesa meira