Úr bókinni:
Hafliði á hálfvirði í verra ferðaveðri # 18
Hann Hafliði fékk heila flík úr leðri
á hálfvirði, og græddi um sinn á því.
Hann gekk í henni í verra ferðaveðri,
og váleg lagði að baki fen og dý.
Hann fann sér urð og fjallið hæsta og dalinn
sem fimbulkuldinn átti á nyrsta pól.
Og ferðaðist þó aldrei hálfa alin,
án þess að skarta sínum leðurkjól.
Svo henti það að karlinn datt í keldur,
og kjóllinn með, æ, þvílík sorg og hryggð.
Á hálfvirði var Hafliði þá seldur,
og húðflettur með fagurbrýndri sigð.
Úr skinninu var skorinn stakkur nýr,
á skikkanlegu verði. Hann var dýr.
(29)