Beint í efni

50½ sonnetta

50½ sonnetta
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Gallerí Brumm
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Ljóð

Úr bókinni:

Hafliði á hálfvirði í verra ferðaveðri # 18

Hann Hafliði fékk heila flík úr leðri
á hálfvirði, og græddi um sinn á því.
Hann gekk í henni í verra ferðaveðri,
og váleg lagði að baki fen og dý.

Hann fann sér urð og fjallið hæsta og dalinn
sem fimbulkuldinn átti á nyrsta pól.
Og ferðaðist þó aldrei hálfa alin,
án þess að skarta sínum leðurkjól.

Svo henti það að karlinn datt í keldur,
og kjóllinn með, æ, þvílík sorg og hryggð.
Á hálfvirði var Hafliði þá seldur,
og húðflettur með fagurbrýndri sigð.

Úr skinninu var skorinn stakkur nýr,
á skikkanlegu verði. Hann var dýr.

(29)

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira