Beint í efni

Aldarför : erindi, ávörp og greinar

Aldarför : erindi, ávörp og greinar
Höfundur
Pétur Gunnarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Greinasöfn

Safnið geymir eftirtaldar greinar og erindi Péturs:

Um daginn og veginn I-V
Skapandi skrif
Að orða hlutina
Verði mál
Samhengisleysið í íslenskum bókmenntum
Fyrsti des.
Fjögrablaðasmárinn og eitursveppurinn
Kommúnistaávarpið 150 ára
Þórbergur og skáldsagan
Af fjörningamanni
Kringum Proust
Halldór kvaddur
Þórbergur og Proust


Af bókarkápu:

,,Á íslensku eru til um fjörutíu orð yfir að deyja á meðan lifa á sér bara þrjú samheiti: hjara, skrimta og tóra sem öll tákna næsta stig fyrir neðan - undirmálslíf. Síðan getam enn dáið í miklu úrvali.

Í þessari bók birtast ritgerðir og erindi Péturs Gunnarssonar um bókmenntir, samhengið í íslensku menningarlífi, tungumálið, Proust, Laxness, Þórberg og fjórar ritgerðir um daginn og veginn. Fáir höfundar hafa jafngóð tök á þessu formi bókmennta og Pétur Gunnarsson. Hann setur mál sitt fram á aðgengilegan og nýstárlegan hátt og vekur lesendur til umhugsunar um það sem lengi hafa þótt algild sannindi. Pistlar og ritgerðir Péturs eru skemmtilestur af bestu gerð og bera einnig vott um óvenjulega hugmyndaauðgi skáldsins.


Úr Aldarförum:

Í grein um Jón Þorláksson á Bægisá tilfærir Jon Helgason ljóðlínur eftir Alexander Pope úr ,,An essay on Criticism (Tilraun um gagnrýni) þar sem Pope talar um hlutskipti sumra manna og er í endursögn Jóns á þessa leið: ,,Fyrst fá þeir á sig orð fyrir gáfur, verða síðan skáld, þar næst gagnrýnendur og enda á því að vera hreinir bjánar.

Ég hef að vísu aldrei fengið á mig orð fyrir gáfur, en engu að síður líður mér eis og hreinum bjána þegar ég er í þann mund að hætta mér útí umræðuefni sem flest ykkar þekkið miklu betur en ég. Ég vildi því í upphafi mega slá sama varnagla og Jóhann Bogesen við Sölku Völku á fiskreitnum forðum: ,,Ég er nú enginn spesíalismi... Ég hef bara svo oft gripið í tómt þegar ég ætlaði að seilast í bók til að lesa. Kannski kunni ég ekki að leita. En skoðun mín er í stuttu máli sú að lifandi menning eigi ekki að vera sanfgripur heldur partur af hversdeginum. Hún eigi með öðrum orðum að vera á glámbekk þar sem börn ná til.

Einu fræðilegu stellingarnar sem ég hef sett mig í við samningu þessa erindis eru þær að öðru hverju hef ég hrnigt í bókaverslanir og spurst fyrir um nokkur alþekkt íslensk bómkenntaverk. Og er skemmst frá því að segja að íslensk bókabúð virðist eiga í mestu brösum með að hafa á boðstólum jafnvel sýnishorn íslenskra bókmennta! Það er annað en gaman fyrir afgreiðslufólk að svara jafn bjánalegum spurningum og hvort þeir eigi Píslarsögu Jóns magnússonar, Vídalínspostillu, Andvökur Stefáns G, Þyrna Þorsteins Erlingssonar, Ferðabók Tómasar Sæmundssonar, Búnaðarbálk Eggerts Ólafssonar, Ævisögu Skáld-Rósu ...

Einhverju sinni þegar ég hringdi til að spyrja um Númarímur Sigurðar Breiðfjörðs, lagði afgreiðslustúlkan lófa yfir tólið og hvíslaði að náunga sínum:

,,Þetta er perrinn.

(57-8)

Fleira eftir sama höfund

Gunnlaðar saga

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira

Grænjaxlar

Lesa meira

Hlutirnir

Lesa meira

Splunkunýr dagur

Lesa meira

Kartöflugarður um vetur : ritdómur um Kartöfluprinsessuna

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Dýrðin á ásýnd hlutanna

Lesa meira