Um bókina
Á samkomustaðnum Glóðarauganu ríkir sundrung eftir að Guðmundur Hafsteinsson hefur að semja smáauglýsingar í mannlífsblöð um líf sitt þar og annarra er staðinn sækja. Póstþjónusta Reykjavíkur sér þess ei annan kost en að gefa út sérrit til skýringar á því hvers vegna útburðarkonan Absentína Valsdóttir kýs að dreifa ekki þeim auglýsingum.
Úr bókinni
Tilkynning til Póstþjónustunnar í Reykjavík
Vinsamlega Póstþjónusta!
Ég kýs hér með
að afsala mér
þeim umhyggjusama útburði bréfa
sem stofnunin sinnir.
Mörg bréfanna eru vond
& hef ég því afráðið
að loka nú bréfalúgu minni
með sterku efni.
Ástæður uppsagnar minnar
verða ekki frekar auglýstar hér
enda hvort tveggja auglýsingin
& afhending bréfanna
dýr.