Beint í efni

Anatómía fiskanna

Anatómía fiskanna
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Sögur útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Á samkomustaðnum Glóðarauganu ríkir sundrung eftir að Guðmundur Hafsteinsson hefur að semja smáauglýsingar í mannlífsblöð um líf sitt þar og annarra er staðinn sækja. Póstþjónusta Reykjavíkur sér þess ei annan kost en að gefa út sérrit til skýringar á því hvers vegna útburðarkonan Absentína Valsdóttir kýs að dreifa ekki þeim auglýsingum.

Úr bókinni

Tilkynning til Póstþjónustunnar í Reykjavík

Vinsamlega Póstþjónusta!

Ég kýs hér með 
að afsala mér
þeim umhyggjusama útburði bréfa
sem stofnunin sinnir.

Mörg bréfanna eru vond
& hef ég því afráðið
að loka nú bréfalúgu minni
með sterku efni.

Ástæður uppsagnar minnar
verða ekki frekar auglýstar hér
enda hvort tveggja auglýsingin
& afhending bréfanna
dýr.

          Vinsamlegast, Guðm. H.

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira