Beint í efni

Bara okkar á milli

Bara okkar á milli
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Barnabækur

Jakob Jóhannsson myndskreytti.

úr bókinni

Maríanna!
 Ég gapti af undrun þegar ég rak augun allt í einu í kunnuglegt andlit á skólaganginum.
 Var það sem mér sýndist? Var þetta ekki stelpan í ostaauglýsingunni? Sú sem hékk uppi á vegg í hverri einustu sjoppu um allt land þessa dagana og brosti eins og hún lifandi gat framan á tímariti?
 Ég gat ekki betur séð.
 Þarna hékk hún upp við stofudyr í hlæjandi stelpnageri. Eins og glitrandi gimsteinn á sorphaug. Þúsund sinnum sætari en á öllum myndum. Hún var þá í þessum skóla!
 Ég var búinn að rangla um í leit að stofu númer tuttugu og sex, búinn að týna öllum áttum í þessu stóra völundarhúsi, nýfluttur í hverfið og þekkti engan, en nú týndi ég sjálfum mér gersamlega.
 Maríanna!
 Nafnið eitt gat dugað til að kveikja í manni bál.
 Ég stóð í ljósum logum. Starði á þetta broshýra og fagurlimaða undur eins og naut á nývirki.
 Hún var ekki bara ljósmyndafyrirsæta. Hún var líka handboltastjarna og steingeit, hún elskaði lasanja og allt sem var ítalskt, hún elskaði töff föt og kraftmikil mótorhjól og hún átti engan kærasta en var veik fyrir ákveðnum týpum, stórum, flottum, ljóshærðum og bláeygðum strákum, sakaði ekki að þeir væru í handbolta. Ég vissi þetta allt. Hafði lesið það í blaði á dögunum þar sem hún var spurð spjörunum úr.
 Og nú leit hún til mín.

(s. 4-5)

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Manndómur

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira