Ásamt Spilverki þjóðanna.
Fyrst gefin út á vínyl 1977 af Iðunni. Á geisladisk hjá Skífunni 1995.
Lagalisti:
01. Heilnæm eftirdæmi
02. Saga úr sveitinni
03. Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu
04. Gamli skrjóðurinn
05. Útumholtoghólablús
06. Fátækleg kveðjuorð (til-)
07. Paradísarfuglinn
08. Hugboð um borgarastyrjöld
09. Af síra Sæma
10. Jón Sívertsen og sjálfstæðisbarningur ísfirskra
11. Orfeus og Evridís
12. Við sem heima sitjum #45
13. Vögguljóð á tólftu hæð
Platan var endurútgefin árið 2002 (Íslenskir tónar), og þá með 10 aukalögum:
14. Um raungildisendurmat umframstaðreynda (aukaupptaka)
15. Gamli skrjóðurinn (orgelversion)
16. Um raungildisendurmat umframstaðreynda (demó)
17. Brúðarnótt
18. Þórdísarstofa
19. Til heiðurs hitaveitunni
20. Tarzan
21. Úr týndum rímnaflokkum Jónasar Hallgrímssonar
22. Huggun
23. Heyri ég hljóm
Textabrot úr Á bleikum náttkjólum:
Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu
Í skoti utaní grjótinu
anganþrungnu þríhyrndu
hvar þrifnaður stundar Biggi óstórar vandanir
og í pakkhúsi við höfnina
hlandgræna dröfnina
þar eru helvítis göfugir kamrar - hurða andvanir
En þar gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni
gulir eru straumar þínir hland mitt í skálinni
Og aldrei tappa þar háklerkar
af - nei þetta eru lágkamrar
allskyns lausapakks og ræfla hland-vanir
en sértu nú alveg í spreng
og hún keyri þig í keng
klerkur minn! dökk eða ljós þar fæst ekki leyfi fyrir slíkar landanir
En þar gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni
gulir eru straumar þínir hland mitt í skálinni
Paradísarfuglinn
Í dögun hvarf hún innum aðrar dyr
mig óraði ekki fyrir því sem skeði
en fyrren varði - fyrirgefiði
mér feimnina - hún gjörðist veik á geði
hún gjörðist veik
hún gjörðist veik á geði
Þeir gáfu henni truntusól og tungl
og tróðu hana út með spesstöðluðu smæli
en hann sem vissi allt var ómálga
- afsakiði meðanað ég æli
meðanað ég æli
meðanað ég æli
en paradísarfuglinn fló og gelti
mér finnst því líkast sem ég sé í svelti
Loks kvað hún uppúr innri mann með sinn
og æpti: ég vil heim í hass og sýru
- og basa
þeir glottu útað eyrunum í spíss
og önsuðu: þú hefur gervinýru
- og vasa
þú hefur nefnilega fengið
risagervinýru - með vasa
og paradísarfuglinn fló og gelti
ég fíla mig eins og ég sé í svelti
en paradísarfuglinn fló og gelti
mér finnst - mér finnst einsog ég sé í svelti