Fyrst gefin út á snældu og vínyl 1986 af Hinu leikhúsinu. Á geisladiski af Skífunni 1996.
Lagalisti:
01. Lóa Lóa
02. Helmingurinn lygi
03. Þú bíður (allavegana) eftir mér
04. Löng eru þau lík
05. Þú og ég
06. Lítill fjólublár skódablús
07. Undir rós
08. Birta
09. Fríða, Fríða
10. Táraborg
11. Árstíð
Platan var endurútgefin árið 2002 (Íslenskir tónar), og þá með 9 aukalögum:
12. Lóa Lóa
13. Helmingurinn lygi
14. Löng eru þau lík
15. Þú og ég
16. Lítill fjólublár skódablús
17. Undir rós
18. Birta
19. Fríða, Fríða
20. Helmingurinn lygi
Textabrot úr Í góðri trú:
Undir rós
Droppaðu nojunni vinan
og vertu soldið pós
þú hlýtur að fatta hvað ég meina
þó ég mæli undir rós
Það er kannski fulljóst það er farið að vitnast
að ég er fallinn neðst og dýpst
en það er notalegt hérna niðri
og það er bara nálægt þér sem ég þrífst
Já er ekki komið tæm á að þú takir það inn
að ég tróna hér efst og hæst
og ef þú kemur hérna upp til mín
geta allir draumar ræst
Og ég sem veit stundum ekki vinan mín
fyrir víst hvað eða hvort ég er
og kannski er ég bara saga síðan fyrir löngu
og einhver sagði hana honum eða þér
En vá það er satt ég er svo svakalega skotinn
ég verð einsog sigti þegar ég kem auga á þig
ég held að þú gætir þessvegna alveg lesið
Þjóðviljann eða eitthvað í gegnum mig
Þegar ég hef þig ekki og þú ert hvergi nærri
verð ég eirðarlaus ég finn hvergi ró
ég er einsog á glóðum elds en það lagast
ef ég bara fæ þig það er nóg
Já og í vöðluðum sængurvoðum
að vakna í fanginu þá þér
ég er enginn fálki ég veit bara faktískt ekki
hvers framar biðja ber