Beint í efni

Megas

Megas
Höfundur
Megas
Útgefandi
Höfundur/Author
Staður
Reykjavík
Ár
1972
Flokkur
Hljómdiskar / Hljómplötur

Lagalisti:

01. Skutullinn
02. Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar
03. Silfur Egils
04. Dauði Snorra Sturlusonar
05. Um grimman dauða Jóns Arasonar
06. Um skáldið Jónas
07. Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
08. Vertu mér samferða inní Blómalandið amma
09. Þóttú gleymir Guði
10. Gamli sorrí Gráni
11. Síðbúinn mansöngur
12. Ófelía
13. Heilræðavísur
14. Um ástir og örlög Eyjólfs bónda
15. Spáðu í mig

Platan var endurútgefin árið 2002 (Skífan), þá með sjö aukalögum:

16. Skutullinn
17. Nóttin hefur níðst á mér
18. Grettir og Glámur
19. Sveinn og Pes
20. Ávarp til fjallkonunnar
21. Pældu í því (sem pælandi er í)
22. Adieu Capital

Textabrot úr Megasi:

Um skáldið Jónas

Suðdrukkinn útií hrauni lá Hallgrímsson Jónas
og hraut eins og sögunarverksmiðja Brasilíu
mamma komdu ekki nálægt með nefið þitt fína
það er nálykt af honum þú gætir fengið klígju

Hann orti um fallega hluti það er hlálegt
og hellti svo bjór yfir pappírinn og yfir orðið
gættu þín mamma maðurinn hann er með sýfilis
mundu að þegar hann fer skaltu dekka borðið

Já hræið af Jónasi er sannarlega sjórekið
sjórekið upá fjörur gullstrandlengjunnar
sjáðu mamma manninum honum er illt
hann muldrar eitthvaðum hrun og grípur um pyngjuna

Um ástir og örlög Eyjólfs bónda I: heiman

Dag einn þegar allt er með felldu í afdalnum
býst Eyjólfur bóndi að huga að sækúm í hafinu
með herðakistil og klumbufót sinn þjóðkunnan
klöngrast hann leið sína hnjótandi í skósíðu trafinu

Ekki hefur Eyjólfur lengi dorgað
þegar einhyrningur kynja og kostagripur
með gullbúinn söðul glitrandi silfurmél
gneggjar og frísar í fjallsrót svo fimur og lipur

Eyjólfur bóndi hlýðir kalli klársins
kýr úr sjó víkja úr huga nokkra hríð
staulast í átt til dýrsins grandvar og gætinn
grunar margt sitt og læðist í sveig uppí hlíð

Einhyrndur jórinn lætur sér fátt um finnast
fretar hátt þekkir bóndans græðgi stóra
bíður með stolti hins bragðvísa furðudýrs
búra sem nálægist kominn á fætur fjóra

Fágæt skepnan skimar líktog dreymin
skásettum augum í kringum sig kankvíslega
bóndi hyggst grípa í fax en finnur ekki
fákur er horfinn á veg allra vega

Rís upp Eyjólfur einhyrningur er braut
óborin von í brjósti dauðanum deyr
röltir niður brattann til beljandi hafsins
bíður eilífð en sækýr eru ei meir

Gengur til náða nákaldur sefur óvært
nöturlegir draumar sækja hann heim
þramma óravegu yfir sjöfjöll og sjöhöf
í sífelldri leitinni að furðudýrum tveim

Ókátur bóndi en árrisull að venju
í öfugum sokknum spýtir mórauðu hlær
mígur í hlaði til veðurs á tíkartrýni
tárum boga sem glitrar í lopti skær

Dagur er risinn rauðir draumar bláir
riða til falls fyrir gný hins hraðfleyga hana
mál er að linni óræðum ógnum sólar
sem áttvilltum vindum fláræðum beiskan bana

Gnæfir tindur slútir yfir útihús
alda hafsins brotnar á bæjarvegg
hvort er oss vært í votri gröf og kaldri
eða veðrum skekinni og grýttri við fjallsins egg?

Þagnar bóndi þögul tík og sólin
þögn ríkir einráð yfir landi og sjó
grípur þá staf og staulast nður veginn
stefnir í allar áttir og enga þó

Í sturlunarmóðu hverfa fjöll og firð
fetar sig naumlega bóndi á marflatri sléttu
hnýtur rís á fætur fúna af elli
finnur sér enga leið að ganga með réttu

Nóttin hnígur björt og bleikra ljósa
en blátt mun og daga liljumyrkrið ríkja
veglaus slétta teygir sig ókunnar áttir
Eyjólfur fetar sig aldrei að eigi víkja

Velkominni Eyjólfur Óðinn fagnar gramur
andskeyttar kenndir stríða um völd í hug
vel mætt Eyjólfur eigi er til þaulsetu boðið
etjum saman nú kappi voru og dug

Kvöldar haustar dagar dimmra nátta
dúsir í fagnaðarhlekkjum dýflissuglaum
Óðinn bóndi og bíður lúðurhljómsins
Biblíufélagið gefur honum gaum

Fleira eftir sama höfund

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Höfuðlausnir

Lesa meira

Í góðri trú

Lesa meira

Loftmynd

Lesa meira

Millilending

Lesa meira

Nú er ég klæddur og kominn á ról

Lesa meira