Beint í efni

Bölvun múmíunnar

Bölvun múmíunnar
Höfundur
Ármann Jakobsson
Útgefandi
Angústúra
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Júlía og mamma hennar lifa ósköp venjulegu lífi þótt þær búi reyndar í fornminjasafni. Dag einn fær safnið egypska múmíu til varðveislu og fyrr en varir hafa Júlía og bestu vinir hennar, María og Charlie, dregist inn í æsilega atburðarás þar sem nasistar, særingamenn og alþjóðleg glæpasamtök koma við sögu.

Úr Bölvun múmíunnar

Þegar ég kom út úr kompunni var mér þungt í sinni. Veslings vörðurinn! Sem var alltaf svo vinsamlegur og hlakkaði til eftir hverja einustu vakt að koma heim til konunnar sinnar. Núna lá hann í dauðadái og engin leið að vita hve lengi það yrði.
  Þá sá ég að dyrnar inn í salina voru opnar og hugsaði með mér að það væri sniðugast að loka þeim. En síðan gat ég ekki stillt mig um að gægjast þangað inn. Það var dimmt inni. Ég kveikti ljósið varlega, því að ég hefði aldrei þorað þangað inn í myrkrið og læddist síðan inn í salina. Ég veit ekki af hverju, en mér fannst ég verða að athuga hvort Hóremheb væri enn á sínum stað.
  Ég veit ekki hvort þið hafið gengið um mannlausa sali í risastóru fornminjasafni seint að kvöldi, en ég get sagt ykkur í trúnaði að það er eiginlega frekar ískyggilegt. Það þarf varla skuggalega tónlist eins og í bíómyndunum til að hræða mann á slíkum stundum. Það er ógnvekjandi þótt ekki komi til að rafmagnið hafi farið og komið, vörðurinn sé í dularfullu dái og einhver óþekkt hönd hafi skrifað Qwacha í rykið. Ég skil ekki hvað mér gekk til að halda þarna lengra og lengra inn í safnið, í átt að egypska salnum. Hægt og rólega.
  Var ég ein þarna? Hjartað sló frekar ákaft þegar ég rýndi í allar áttir til að vera viss um að enginn leyndist í neinu horninu. 
  Allt í einu stóð ég fyrir framan glerskápinn og horfðist í augu við hann. Múmíuna Hóremheb sem einu sinni var allsráðandi í landi sínu, fyrir svo mörgum öldum að ég gat varla ímyndað mér það. Í gjörólíkum heimi. Þarna var hann svartur og dauður með augun lokuð.
  Af hverju skalf ég svona?

(28-29)

 

 

Fleira eftir sama höfund

álfheimar risinn

Álfheimar: Risinn

Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna, sú fyrsta var Bróðirinn
Lesa meira
álfheimar bróðirinn

Álfheimar: Bróðirinn

Bróðirinn er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna
Lesa meira

Útlagamorðin: saga um glæp

Lesa meira

Brotamynd

Lesa meira

Síðasti galdrameistarinn

Lesa meira

Glæsir

Lesa meira

Fréttir frá mínu landi. Óspakmæli og örsögur

Lesa meira

Vonarstræti

Lesa meira

Urðarköttur: saga um glæp

Lesa meira