Beint í efni

Urðarköttur: saga um glæp

Urðarköttur: saga um glæp
Höfundur
Ármann Jakobsson
Útgefandi
Bjartur-Veröld
Staður
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Tvær konur liggja í valnum í Reykjavík. Þær hittust aldrei í lifanda lífi, svo vitað sé, og tengdust ekkert, sama hversu djúpt lögreglan reynir að grafa. Nema kannski í gegnum hinn dularfulla urðarkött sem skrifar lögreglunni torræð bréf…

Urðarköttur er önnur glæpasaga Ármanns Jakobssonar. Hér rannsakar sama teymi og í Útlagamorðunum dularfull morð í Reykjavík. 

Úr Urðarketti

  En það var í sjálfu sér gott að ég kom hingað á stöð í dag, sagði Bjarni. Því að ég fékk bréf.
  Já, það er aldrei flóarfriður fyrir þessum tölvupóstum. Og þessi nýja í launadeildinni merkir allt sem áríðandi. Það þarf einhver að ræða við hana.
  Þetta var reyndar skrifað bréf. Eða vélritað.
  Á laugardegi?
  Já, sagði hann. Ekki póstlagt en í umslagi sem var ýtt hér inn um lúgu. Þar tók þessi aðili áhættu. Ég rauk strax úr sætinu og fór að skoða myndavélina en hún hefur þá verið biluð í nokkrar vikur. Sem er ekki gott til frásagnar á sjálfri lögreglustöðinni en þeir lofa að kippa þessu í lag eftir helgi. Ég velti fyrir mér hvort sá sem kom með bréfið viti þetta eða sé hreinlega alveg sama.
  Gæti það ekki verið kona?
  Ekki held ég það, sagði Bjarni.
  Hann tók fram bréfið. Þar stóð aðeins ein setning, með Courier-letri.
  ÞAÐ RÍS ÚR TJÖRNINNI.
  Ekkert annað.
  Hvaða rugl er þetta? sagði Kristín.
  Sennilega Urðarköttur.
  Urðarköttur?
  Ég fékk annað bréf í gær. Með sama letri. Frá aðila sem kallar sig Urðarkött og segist ætla að fremja morð.
  Spes, sagði Kristín. Þetta er ekki Sigvaldi? Ertu með bréfið?
  Nei, það fór til Steins en þeir tóku mynd af því og sendu mér.
  Kristín skoðaði bréfið í tölvunni hans.
  Er þetta ekki bara eitthvað rugl? sagði hún og var þó ekki rótt.
  Það vona ég. Ég fletti Urðarketti upp í gær. Á þá meinvætti er minnst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Raunar hefur bréfritarinn það allt orðrétt eftir. Sennilega til að dylja sinn eigin stíl.

(37-38)

 

Fleira eftir sama höfund

álfheimar risinn

Álfheimar: Risinn

Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna, sú fyrsta var Bróðirinn
Lesa meira
álfheimar bróðirinn

Álfheimar: Bróðirinn

Bróðirinn er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna
Lesa meira

Útlagamorðin: saga um glæp

Lesa meira

Brotamynd

Lesa meira

Síðasti galdrameistarinn

Lesa meira

Glæsir

Lesa meira

Fréttir frá mínu landi. Óspakmæli og örsögur

Lesa meira

Vonarstræti

Lesa meira

Bölvun múmíunnar

Lesa meira