Önnur útgáfa. Endurbætt og aukin.
úr verkinu
Mjallhvít
Mjallhvít getur ekki keypt sixpack
dvergarnir eru nefnilega sjö
sjö mjólkurpottar, sjö brauðhleifar,
sjö skyrtur, sjö sokkapör, sjö óhreinir diskar,
sjö skítugar nærbuxur, sjö daga vikunnar
eins og venjulega ætlaði hún
að skella kiðlingunum sjö í körfuna
en hún hætti við
keypti sér eina rauðvínsflösku
og sjö eitruð epli
(30)