Beint í efni

Bréf til Þórðar frænda: Með vinsamlegum ábendingum til saksóknarans

Bréf til Þórðar frænda: Með vinsamlegum ábendingum til saksóknarans
Höfundur
Úlfar Þormóðsson
Útgefandi
Höfundur
Staður
Reykjavík
Ár
1984
Flokkur
Annað


Af bókarkápu:



Bréf til Þórðar með vinsamlegum ábendingum er meinhæðin bók, skrifuð af Úlfari Þormóðssyni, rithöfundi og ritstjóra Spegilsins til Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara, sem fengið hefur Úlfar dæmdan fyrir guðlast og klám.



Úr Bréf til Þórðar:



Ég veit að þér ofbýður sú almenna lausung sem orðin er í landinu, virðingarleysið fyrir guðs og manna lögum og vörðum þeirra.



Það skaltu þó muna að virðingarleysið er ekki ný bóla: Það hefur verið aðal yfirstéttarinnar um aldir. En með stórbættri fréttaþjónustu hefur upplýstur almenningur fengið meiri og ýtarlegri vitneskju um þetta háttarlag, og sífelt fleiri miðstéttar- og alþýðumönnum finnst að nú sé röðin komin að þeim að maka krókinn eftir fornum og nýjum leikreglum merkisbera siðgæðisins; falsanir, lygar, rán og morð. Enda hver að verða síðastur í heimi sem getur sprungið í tætlur hvenær sem er og án fyrirvara.



Nýlega hafa verið framin hér tvö bankarán á skömmum tíma. Annað vopnað.



Og veistu hvað fólkið í landinu segir?



Nei, auðvitað hefur þú ekki heyrt það inn fyrir hljóðeinangaða veggi embættis þíns. En ég skal bæta úr því.



Fólkið segir ,,Gott hjá þeim. Djöfull gott hjá þeim. Þeir hafa nú stolið öðru eins af okkur, bankarnir.“



(s. 10)


Fleira eftir sama höfund

Boxarinn

Lesa meira

Farandskuggar

Lesa meira

Sódóma - Gómorra

Lesa meira

Útgangan: Bréf til þjóðar

Lesa meira

Eigendasaga

Lesa meira

Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með Guði almáttugum

Lesa meira

Átt þú heima hér?

Lesa meira

Bræðrabönd: Saga Frímúrarahreyfingarinnar

Lesa meira

Íslands hrafnistumenn: um það hvernig sjórinn gerir marga ágætismenn skrýtna á mismunandi hátt

Lesa meira