Beint í efni

Eigendasaga

Eigendasaga
Höfundur
Úlfar Þormóðsson
Útgefandi
Höfundur
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Skáldsögur


Af bókarkápu:



Eigandasaga 45 er frásögn af því hvernig fræðingar hafa byggt upp stjórnkerfi í listaheiminum þar sem þeir halda um alla þræði og ákveða hverjir skulu komast af og hverjir ekki. Þetta er lamandi stjórnkerfi þar sem ótti myndlistarmanna um eigin velferð og hugsanlegar afleiðingar þess að segja hug sinn í eigin hagsmunamálum mótar umræðu þeirra flestra; stjórnkerfi óttans.



Eigandasaga 45 er frásögn af því hvað þeim sem láta öfund stjórna gerðum sínum verður til ráða þegar limirnir dansa ekki eftir því sem höfuðið vill.



Úr Eigandasaga 45:



Ef þú missir ritvél á stéttina fyrir framan flugstöð hlýtur ferðin að takast vel. Einkum ef innvolsið í vélinni skemmist og ferðin farin í þeim tilgangi að skrifa heila bók á hana. Þetta er þannig samkvæmt ónotakenningunni sem hljóðar svo:



Því meira ólán þeim mun betra gengi; því meiri ónotakennd þeim mun betri líðan.



Þetta er óbrigðul kenning svo fremi að menn séu ekki að skipta sér mikið af sjálfvirkum gangi ólukkunnar. Þess vegna settist ég í sæti mitt í flugvélinni í svo mikilli vanlíðan að mig langaði ekki einu sinni í koníak sessunautar míns sem þó drakk fimm smáflöskur af slíkri heimsmennsku að hrein unun var á að horfa og hlýða.



- Er þetta ferðasaga?



- Nei. Samt er í henni mikið ferðalag og margir áfangastaðir. Og flótti, því ég er ekki alveg viss um hvernig ég á að matreiða þennan rétt sem þú ert kominn með fyrir framan þig. Ég verð bara að vona að hann bragðist vel.



Flugvélin lenti af svo miklu afli á Lundúnarflugvelli að taugakerfi mitt splundraðist og leið um skrokkinn á mér í öreindum. Vissi ekki af mér, lengi. Skynjaði þó að ég var að ná einhverjum tökum á þessari óreiðu þegar ég uppgötvaði að ég stóð og starði á tómt burðarbandið sem hlykkjaðist skröltandi eftir hring og beið eftir því að það tæki enda. Ég skammaðist mín örlítið. Það voru allir farnir úr þessum sal nema ég og fulllorðin kona sem horfði ráðaleysislega í kring um sig af því að hún hafði ekki fengið farangurinn sinn út úr vélinni. Við vandræði hennar náði ég svo góðum tökum á sjálfum mér að ég gat leitt hana í fangið á írskri hrokkinkollu sem lofaði að leysa úr vanda þessarar farangurslausu konu. Kom mér síðan áfallalítið inn á hótel.



(s. 7-8)


Fleira eftir sama höfund

Boxarinn

Lesa meira

Farandskuggar

Lesa meira

Sódóma - Gómorra

Lesa meira

Útgangan: Bréf til þjóðar

Lesa meira

Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með Guði almáttugum

Lesa meira

Átt þú heima hér?

Lesa meira

Bréf til Þórðar frænda: Með vinsamlegum ábendingum til saksóknarans

Lesa meira

Bræðrabönd: Saga Frímúrarahreyfingarinnar

Lesa meira

Íslands hrafnistumenn: um það hvernig sjórinn gerir marga ágætismenn skrýtna á mismunandi hátt

Lesa meira