Beint í efni

Útgangan: Bréf til þjóðar

Útgangan: Bréf til þjóðar
Höfundur
Úlfar Þormóðsson
Útgefandi
Frjálst framtak
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Skáldsögur


Af bókarkápu:



Útgangan - bréf til þjóðar - er uppgjör höfundarins við ákveðna menn og málefni á Íslandi. Hann fléttar á mjög svo frumlegan hátt saman beinskeyttri og skorinyrtri frásögn annars vegar og skáldskap hins vegar sem hann setur fram í dæmisöguformi. Lesandanum er síðan ætlað að túlka samhengið og þekkja þann sem sagan fjallar um.



Úr Útgangan: Bréf til þjóðar:



Ég var staddur ofarlega á Skólavörðuholtinu og horfði í átt til Hallgrímskirkju. Ég var að virða fyrir mér auglýsingaskilti sem klesst hafði verið efst á kirkjuturninn í Jesúnafni og kirkjusjóðsins, og raulaði fyrir munni mér vísukorn eftir Tryggva heitinn Magnússon við sjálfsamið lag:



Biskupsfressið ber sinn kross



búið messu dúkunum.



Skyldi þessi á undan oss



öðlast sess hjá púkunum?



Kemur þá maður gangandi í fölgulum náttslopp og ilskóm. Engu öðru sjáanlegu. Ég vatt mér að honum þegar hann gekk framhjá mér og sagði spyrjandi:



,,Flassari?“



Hann staðnæmdist og horfði á mig með hinni mestu ró nokkra stund. Skyndilega kom glampi í hægra augað og hann sagði:



,,Ekki veit ég það. Hitt veit ég að ég er löngu hættur að ergja mig yfir skiltinu atarna. Það eru frjálshyggjutímar og þetta er frjálshyggjuturn og því skyldi Þjóðkirkjan ekki starfa eftir lögmálum markaðarins eins og önnur stórfyrirtæki?“



Svo gekk hann í burtu, staðnæmdist þó litlu síðar og sneri við í átt til mín. Hann horfði kankvís á mig og sagði:



,,Komdu með mér á Mokka. Ég þarf að segja þér sögu sem ég veit að þér mun þykja skemmtileg.“



,,Af hverju ætti ég að gera það sem ég þekki hvorki haus né sporð á þér“ sagði ég og virti hann fyrir mér.



,,Vegna þess að þú ert hæfilega skrýtinn fyrir svona sögu, sem er eiginlega ævintýri, og nægilega utan við þig til að hafa gagn og gaman af henni. Komdu nú! Ég býð!“



Svo gekk hann niður krapalagðan Skólavörðustíginn berfættur á ilskóm og ég á eftir þótt ég mætti alls ekki vera að því.



(s. 5-7)


Fleira eftir sama höfund

Boxarinn

Lesa meira

Farandskuggar

Lesa meira

Sódóma - Gómorra

Lesa meira

Eigendasaga

Lesa meira

Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með Guði almáttugum

Lesa meira

Átt þú heima hér?

Lesa meira

Bréf til Þórðar frænda: Með vinsamlegum ábendingum til saksóknarans

Lesa meira

Bræðrabönd: Saga Frímúrarahreyfingarinnar

Lesa meira

Íslands hrafnistumenn: um það hvernig sjórinn gerir marga ágætismenn skrýtna á mismunandi hátt

Lesa meira