Beint í efni

Dagblað

Dagblað
Höfundur
Baldur Óskarsson
Útgefandi
Fróði
Staður
Reykjavík
Ár
1963
Flokkur
Skáldsögur

Úr Dagblaði:

 Ég sat yfir ritvélinni og geispaði. Hún geispaði á móti. Holan í henni var svört og gapti framaní mig á borðinu. Stafirnir voru tennurnar í henni. Ég fór að bursta í henni tennurnar. Borðinn var tungan í ritvélinni, valsinn gómur. Það varð að skipta um tungu þegar sú gamla slitnaði. Ritvél notaði margar tungur. Ég lét í hana nýja tungu og stakk pappír undir góminn. Hún velti pappírnum undir tunguna en sagði ekkert með henni. Ég þurfti að grafa eitthvað upp til að segja á hana. Ég gróf og fékk ekkert upp.
 Fréttastjórinn hafði spurt fréttirðu nokkuð um helgina. Ég frétti ekkert um helgina. Það frétti enginn neitt um helgar. Ekkert til að segja á ritvél. Ég strauk um gljáan ávala loksins á henni og þótti vænt um hana. Það var leiðinlegt að sjá hana geispa.
 Ég reis á fætur og leit út um gluggann. Vörubíll stóð á götunni. Hann var með pappírsrúllur og þeir voru að taka þær af og velta þeim innum dyrnar á prentsmiðjunni. Þeir höfðu lagt skáborð uppá pallinn og studdu rúllurnar niður. Við áttum að fylla þennan pappír og ritvélin geispaði á borðinu. – Ljúgðu einhverju, sagði ég. Ljúgðu með tungunni sem ég var að setja í þig. Þú lýgur því sem logið er að þér ef þú lýgur á annað borð. Þú gerir það með góðri samvizku. Þú getur burstað tennurnar uppá það. Geispi veldur samvizkubiti. Þú mátt ekki geispa.

(s. 77-78)

Fleira eftir sama höfund

Langtfrá öðrum grjótum

Lesa meira

Dagheimili stjarna

Lesa meira

Jón Engilberts

Lesa meira

Steinaríki

Lesa meira

Tímaland : kvæði = Zeitland : Gedichte

Lesa meira

Hringhenda

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Rauðhjallar

Lesa meira

Ljóð 1966-1994 : Úrval

Lesa meira