Beint í efni

Gljáin

Gljáin
Höfundur
Baldur Óskarsson
Útgefandi
Hringskuggar
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Ljóð

Úr Gljáin:

Gljáin

Svart
 ekki svart

en sægrænn litur bakvið slikju svarta
og litur blóðs
yfir sjónbaug

þú gengur einn fram gljána bjarta

Kom inn kom inn

húsið með burstina dökku
blikar í straumi
og þytur blóðs
fyrir eyrum

snúið ofan af snældu - inn
þar líður tíminn líður
 í þeim langa draumi
kom inn kom inn

Dimmt
 ekki dimmt

organleikurinn hljómar -
reykblá fær rósalitinn
himinskálin
augu - eilítið skásett jaspisaugu

Dagnýjar snerta strengi sína og bumbur
 nú er blásið á sönglúðra
það skín í kollinn, ljósan kollinn
svolítið blóð í hárinu, svolítið blóð
sæl er hún Glóey og blessuð
Dögunardóttir

Nótt djúpa nótt, af dökkum straumi
þytur ljóðs í eyrum

nótt dimma nótt
hér líður tíminn líður
 í þeim ljósa draumi
dimma
djúpa nótt

Fleira eftir sama höfund

Vilhjálmur Bergsson f. 2. október 1937 : Lífrænar víddir

Lesa meira

Hitabylgja

Lesa meira

Hringhenda

Lesa meira

Tímaland : kvæði = Zeitland : Gedichte

Lesa meira

Steinaríki

Lesa meira

Dagblað

Lesa meira

Dagheimili stjarna

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Leikvangur

Lesa meira