Hljóðbók má hlaða niður af vefsíðunni www.nams.is .
Úr Dóri litli verður útlenskur:
Að þessu loknu fóru foreldrar Dóra litla til síns heima. Dóri litli átti að bíða í skólanum eftir ákvörðum um það hvort hann mætti búa á Íslandi eða yrði sendur úr landi. Undir venjulegum kringumstæðum væri Dóri litli spenntur fyrir væntanlegri utanlandsferð. En ekki núna. Hann vildi búa á Íslandi. Börn vilja yfirleitt búa nálægt foreldrum sínum.
Skólastjórinn lét Dóra litla fá bol sem hann átti að klæðast. Á bolnum var rautt Ú sem þýddi útlendingur.
Dóri litli mátti ekki sitja í tímum með hinum börnunum. Hann átti að vaska upp í skólaeldhúsinu, bóna gólfin og sjá um almenn þrif.
– Gott að fá þig í þrifin, sagði skólastjórinn. Gamli húsvörðurinn var einmitt að hætta í gær. Við ætlum auðvitað að ráða nýjan sem fyrst. En þú brúar bilið.
(16-8)