Beint í efni

Dóri litli verður útlenskur

Dóri litli verður útlenskur
Höfundur
Þórarinn Leifsson
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Barnabækur

Hljóðbók má hlaða niður af vefsíðunni www.nams.is .

Úr Dóri litli verður útlenskur:

Að þessu loknu fóru foreldrar Dóra litla til síns heima. Dóri litli átti að bíða í skólanum eftir ákvörðum um það hvort hann mætti búa á Íslandi eða yrði sendur úr landi. Undir venjulegum kringumstæðum væri Dóri litli spenntur fyrir væntanlegri utanlandsferð. En ekki núna. Hann vildi búa á Íslandi. Börn vilja yfirleitt búa nálægt foreldrum sínum.

Skólastjórinn lét Dóra litla fá bol sem hann átti að klæðast. Á bolnum var rautt Ú sem þýddi útlendingur.

Dóri litli mátti ekki sitja í tímum með hinum börnunum. Hann átti að vaska upp í skólaeldhúsinu, bóna gólfin og sjá um almenn þrif.

– Gott að fá þig í þrifin, sagði skólastjórinn. Gamli húsvörðurinn var einmitt að hætta í gær. Við ætlum auðvitað að ráða nýjan sem fyrst. En þú brúar bilið.

(16-8)

Fleira eftir sama höfund

Götumálarinn

Lesa meira

Loyndarmálið hjá pápa

Lesa meira

Hrekklaus fer á netið

Lesa meira

Kaldakol

Lesa meira
Út að drepa túrista

Út að drepa túrista

Glæpasaga úr heimi massatúrisma
Lesa meira

Bókasafn ömmu Huldar

Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Leyndarmálið hans pabba: Bók handa börnum með foreldravandamál

Lesa meira

Maðurinn sem hataði börn

Lesa meira