Útgefendur: SAFT og Heimili og skóli.
Þórarinn er höfundur mynda og texta.
Úr bókinni:
Svalur fékk frábæra hugmynd.
Það fannst honum alla vegana sjálfum.
Hann þóttist fara að sofa.
Stóð geispandi upp frá sjónvarpinu.
Kyssti mömmu og pabba góða nótt.
– Hvað er að gerast, Svalur minn? hló
pabbi. Ertu að fara að sofa svona snemma?
Klukkan er ekki nema sjö!
– Æ, sagði Svalur. Ég er svo syfjaður.
Búinn að læra svo mikið í skólanum í dag.
– Það er naumast, sagði mamma. Er
verið að þræla þér út?
Svalur kinkaði kolli og gekk aftur á bak í
áttina að herberginu sínu.