Beint í efni

Dropi úr síðustu skúr

Dropi úr síðustu skúr
Höfundur
Anton Helgi Jónsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1979
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

6. á Siglufirði

Hér var aldrei skógur milli fjalls og fjöru
en í landlegum síldaráranna
þöktu siglutré fjörðinn.

Þá var eyðingin hvergi nálæg
gróskan ekki hlaupin í endurminningarnar.

Þegar reika um plönin 
vinirnir Söknuður og Fúi 
er vitnað í stóru köstin
munað
hvernig óðu torfur af röskum mannskap.

Smábær í herpinót skyndigróðans
úr brúnni stjórnuðu hverfulir peningamenn.
Síðan hefur lóðað á einni spurningu:
Var það örugglega síldin sem brást?

Fleira eftir sama höfund

Handbók um ómerktar undankomuleiðir

Lesa meira

Tvífari gerir sig heimakominn

Lesa meira

Ljóð af ættarmóti

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn, endurskoðuð og aukin útgáfa

Lesa meira

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn

Lesa meira

Ljóðaþýðingar úr belgísku

Lesa meira

Ljóð nætur

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira