Beint í efni

Ljóð af ættarmóti

Ljóð af ættarmóti
Höfundur
Anton Helgi Jónsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Ljóð

um bókina

Í ljóðabók Antons Helga Jónssonar heyrum við raddir fólks á ættarmóti, það fagnar gömlum vinum, segir slúðursögur, rifjar upp minningar, harmar liðna tíð, þráir liðna tíð, játar syndir sínar, opinberar syndir annarra, skammast út í aðra, skammast sín, áfellist yfirvöld eða engist af samviskubiti.

Ljóð af ættarmóti er sjötta ljóðabók Antons Helga Jónssonar.

úr bókinni

Sækonan festist á öngli
hjá manni sem var að veiðum
skammt undan landi við Stykkishólm.

Öngullinn hafði krækst undir beltið hennar
og maðurinn dró hana um borð
án þess að hún gæti nokkuð að gert.

Þennan dag var hæglætisveður við Breiðafjörð.

Sækonan bað manninn að hleypa sér aftur í sjóinn.
Hann var tregur til
og því tregari sem hann horfði lengur á konuna. 

Þá bauðst hún til þess að þýðast manninn
ef hann skilaði henni aftur eftir þrjá vetur.

Maðurinn féllst að lokum á þessa skilmála
og eftir samvistir í umsaminn tíma
sleppti hann sækonunni á sömu miðum.

En barni þeirra hélt hann eftir.

Saga er að líkindum frá manninum komin.
Enginn þekkir frásögn konunnar.

Við afkomendurnir staðfestum tilvist hennar.
Um æðar okkar streymir blóð hennar
streymir löngun eftir sjónum
streymir löngun til að komast heim.

(73)

 

Fleira eftir sama höfund

Handbók um ómerktar undankomuleiðir

Lesa meira

Tvífari gerir sig heimakominn

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn, endurskoðuð og aukin útgáfa

Lesa meira

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn

Lesa meira

Ljóðaþýðingar úr belgísku

Lesa meira

Ljóð nætur

Lesa meira

Dropi úr síðustu skúr

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira