Beint í efni

Þykjustuleikarnir

Þykjustuleikarnir
Höfundur
Anton Helgi Jónsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Í Þykjustuleikunum, nýjustu ljóðabók Antons Helga Jónssonar er okkur boðið í sirkus þar sem fer fram samfelld dagskrá og alls konar persónur, misjafnlega kunnuglegar, eru kynntar  til leiks. Ólíkar raddir skiptast á, sumt er fyndið, sumt sorglegt og stundum lætur hryllingurinn á sér kræla. Þessi leikur með gervi og raddir endurspeglast að nokkru í útliti og uppsetningu þessarar nýstárlegu ljóðabókar. Þykjustuleikarnir eru tíunda ljóðabók Antons Helga.

Úr bókinni

Nykurinn

Steingrái hesturinn á sviðinu skal vera nykur
allir hófarnir vísa aftur
hófskeggin fram
og mann á fremsta bekk
hrífur þessi kynjaskepna
nýstigin upp úr tjörn liðinna tíma
þar sem besta tónlistin hljómar enn
og gegnheilt fólk sem hlustar fyllist sælu.

Maðurinn fer upp á svið og stekkur á bak
nennir engum málamiðlunum lengur
í glötuðu tómi
vill strax komast annað.

Undan öfugum hófum þyrlast tregi mannsins
þegar nykurinn hleypur af stað
hleypur aftur á bak og aftur í tímann
uns hann stekkur með fagnandi knapann
ofan í botnlausa tjörn hinna liðnu daga og ára.

Sviðið er autt.

Þaðan sem einu sinni var alltaf best að lifa
verður aldrei aftur snúið.

Bókmenntaverðlaun TG

Fleira eftir sama höfund

Handbók um ómerktar undankomuleiðir

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn, endurskoðuð og aukin útgáfa

Lesa meira

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn

Lesa meira

Ljóðaþýðingar úr belgísku

Lesa meira

Ljóð nætur

Lesa meira

Dropi úr síðustu skúr

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira

Vinur vors og blóma

Lesa meira