Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar.