Beint í efni

Fiskur af himni

Fiskur af himni
Höfundur
Hallgrímur Helgason
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Ljóð

Úr Fiskur af himni

21.11.14

Ég geng út af bar í miðbænum
rétt fyrir kvöldmat
og set á mig húfuna
hreifur af bjór

Beggja vegna við augun
sé ég glitta í húfubarmana
og finn svo vel
hvað þessi bær hefur verið mér góður

Yrði honum læst fyrir mér á morgun
kveddi ég sáttur
þá svölu borg á hafsenda
þá trjákrúnuveröld fulla af ljómandi eldhúspartíum
samræðum fullum af Íslandskrafti
og heimsófrægu eyfrelsi
hraustfögrum og hnarreistum gáfukonum með góða grind
og enn betri húmor
sem hlæja hátt og vaka lengi
og gráta aðeins af reiði
en halla sér upp að náttbjörtum eldhúsbekknum
með glasið fullt af glensi
á trendsögulegum klæðum með annað augað
á næstu kynslóð þar sem hún kemur
út af klóinu

Ég er búinn að fara yfir það flest
með pensli og aftur
og hafa upp úr því bjórfljóti börn og bækur

En þar til að því kemur
(að ég verði bannaður frá þessum bæ)
læt ég fara vel um mig
hérna á milli húfubarmanna

(18-9)

 

Fleira eftir sama höfund

Vom zweifelhaften Vergnügen, tot zu sein

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira

Three movies away from New York : Reykjavík, isolated yet international

Lesa meira

Málverk en þó ekki. Viðtal við Gerwald Rockenscaub.

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Islands forfatter

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Rokland

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira