Beint í efni

Friðsemd

Friðsemd
Höfundur
Brynja Hjálmsdóttir
Útgefandi
Benedikt
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.

Brynja Hjálmsdóttir hefur áður sent frá sér bækurnar Okfruman (2019), Kona lítur við (2021) og Ókyrrð (2022). Hún er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur, Ljóðstafs Jóns úr Vör og Bóksalaverðlaunanna. Friðsemd er hennar fyrsta skáldsaga.

Fleira eftir sama höfund

ókyrrð

Ókyrrð

Það raskar líka eðlilegri froðumyndun líkamans að sofa í flugvélum
Lesa meira

okfruman

Lesa meira