Friðsemd
Lesa meiraFriðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.okfruman
Lesa meira
Konur elska konur
Í fyrstu skáldsögu Brynju Hjálmsdóttur, Friðsemd, mætir okkur sömuleiðis sérstök aðalpersóna, ólík flestum sem ég man eftir. Eftirminnileg er hún kannski ekki í augum annarra persóna, hún Friðsemd, sem eins og nafnið gefur til kynna er hlédræg, heimakær og dálítið kvíðin kona sem vill hafa stjórn á aðstæðum og halda sig utan hringiðunnar, en hún birtist lesandanum engu að síður sem óvæntur andblær. Hún elskar konur heitt en þó á annan hátt en sögukonan í Eldri konum, enda er hér um skáldverk af allt öðru tagi að ræða: framtíðarsögu sem fjallar um glæp og byggir markvisst á, og skopast að, glæpasögum sem formi og grein.
Ókyrrð utaná og innaní
Þungamiðja verksins er aftur á móti Svanhvít sem virkar kúguð af móður sinni og er dálítið týnd: hana langar alls ekki að halda áfram starfi sínu sem flugfreyja, á sér draum um eitthvað órætt og spennandi sem myndar ef til vill ókyrrð innra með henni; ókyrrð að innan í stað ókyrrðarinnar fyrir utan sem við upplifum stundum í flugferðum.
Okfruman
Óhugnaðurinn tröllríður kannski ekki jólabókaflóðinu þetta árið en í tveimur af þremur bókum sem ég hef lesið birtist hann sem öflugt þema og á það sérstaklega við um ljóðabók Brynju Hjálmsdóttur sem ber titilinn okfruma. Um er að ræða fyrstu bók höfundar og gefin út af forlaginu Unu útgáfuhúsi sem nýlega hóf starfsemi. Una útgáfuhús er starfrækt af ungum eldhugum sem hafa það meðal annars að yfirlýstu markmiði „að vera vettvangur fyrir ný skáld til að stíga fram á ritvöllinn í skapandi samstarfi á jafningjagrundvelli“. Þessar tvær staðreyndir, annars vegar fyrsta bók höfundar, unga konu, og hins vegar ný útgáfa sem rekin er af ungu fólki, eru mikil gleðiefni og vekja forvitni og eftirvæntingu áður en lestur okfrumunnar hefst.