Beint í efni

okfruman

okfruman
Höfundur
Brynja Hjálmsdóttir
Útgefandi
Una útgáfuhús
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Okfruman er ljóðsaga um uppvöxt, áföll og andlega upplausn. Við fylgjum sköpun manneskju frá fyrsta frumusamruna fram á fullorðinsár og tilraunum hennar til að fóta sig í lífinu. Í ljóðunum eru dregnar upp óvenjulegar og nær martraðarkenndar myndir sem einkennast af frjórri hugsun, leikgleði og vísunum í þjóðsögur, hryllingsmyndir og allt þar á milli. Þetta er frumraun sem íslenskir ljóðaunnendur hafa beðið eftir.

Brynja Hjálmsdóttir er bóksali og skáld úr Reykjavík. Áður hafa skrif hennar birst í bókmenntatímaritum og safnbókum. Okfruman er hennar fyrsta ljóðabók. Bókina prýða teikningar eftir höfundinn.

 

Fleira eftir sama höfund

ókyrrð

Ókyrrð

Það raskar líka eðlilegri froðumyndun líkamans að sofa í flugvélum
Lesa meira
friðsemd kápa

Friðsemd

Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.
Lesa meira