Um bókina
Ókyrrð er gamanleikur um háska í háloftunum. Leikritið gerist í flugvél á tímum heimsfaraldurs og hverfist um fjórar persónur sem allar stefna í ólíkar áttir.
Verðlaunaskáldið Brynja Hjálmsdóttir vakti mikla athygli fyrir ljóðabækurnar Okfruman (2019) og Kona lítur við (2021). Hún hefur verið tilnefnd til Fjöruverðlauna og Maístjörnunnar og hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2022 og hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sama ár.