Beint í efni

Harði kjarninn (njósnir um eigið líf)

Harði kjarninn (njósnir um eigið líf)
Höfundur
Sindri Freysson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Ljóð


Úr Harða kjarnanum:

reynt að réttlæta langan fegurðarblund

Að undanförnu hef ég reynt
að sofa flestum stundum
fjarri hörðum skugganum
af sjálfum mér
eða því sem næst

Hef troðið marvaðann í auðgleymdum draumum
einsog rekald í hafi þar sem
hver dropi er mynd
og minnsta hreyfing fær svar
frá nýrri heild og lögun

Ég er ekki drukknaður, held ég,
ekki sjórekinn og þrútinn
til sýnis á fyrsta ári í meinafræði
En ég hef reynt að sofa af mér
allar hættur
búnar til í vöku og vímu
úr engu
eða því sem næst

(s. 99)

Fleira eftir sama höfund

Hundaeyjan : lítið ævintýri

Lesa meira

Fljótið sofandi konur

Lesa meira

Dóttir mæðra minna

Lesa meira

Ljóðveldið Ísland

Lesa meira

Smásögur og ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Skuggaveiði

Lesa meira

Flóttinn

Lesa meira

(M)orð og myndir

Lesa meira