Beint í efni

(M)orð og myndir

(M)orð og myndir
Höfundur
Sindri Freysson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

Myndskreytt af Hákoni Pálssyni.

Úr (M)orðum og myndum:

Dánarorsök

Einhvern tíman las ég um
fatafelu sem kafnaði inni í kökunni
fæðingarlækni sem dó þegar
nýburi sparkaði í höfuð hans
og konu sem gróðursetti tré
í barnæsku
og varð undir því hálfri öld síðar

Dauða þessa ágæta fólks
má rekja til samviskusemi þeirra
skyldurækni og umhyggju

En ef læknirinn hefði strippað
fyrir framan skelfda móðurina
fatafellan étið kökuna
og konan höggvið tréð í spað
væru þau þá enn á meðal okkar?

Lifir maður lengur
hyskinn, ábyrgðarlaus og
tilfinningakaldur?

Það eru spurningar
sem vekja spurningar
sem gera mann frjálsan
Svar óskast
ekki

(58-59)

Fleira eftir sama höfund

Fljótið sofandi konur

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Smásögur og ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Dóttir mæðra minna

Lesa meira

Ljóðveldið Ísland

Lesa meira

Skuggaveiði

Lesa meira

Góðir farþegar

Lesa meira

Flóttinn

Lesa meira

Augun í bænum

Lesa meira