um skuggaveiði
Í Skuggaveiði er okkur boðið að heimsækja fagran dal þar sem skínandi áin rennur um kjarri vaxið hraun og norðurljós eru bara ljós.
Þarna er náttúra okkar og land í samhengi hins stóra hnattar en um leið í samhengi hins skrýtna, skondna og hversdagslega, með undiröldu lúmskrar ógnar og sterkrar ástar.
Bók um hjartað í landinu og landið í hjartanu.
úr skuggaveiði
Júnísólin vefur
silkipappír
utan um traktorinn