Beint í efni

Á heitu malbiki

Á heitu malbiki
Höfundur
Ingunn Snædal
Útgefandi
Höfundur/Author
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Ljóð


Fyrsta ljóðabók Ingunnar.

Úr Á heitu malbiki:

Halló

Mig langar að yrkja ykkur ljóð
úr öllum fallegustu orðunum sem ég þekki
í því eiga að vera
                                 túlípanar
             fiðrildi
                          brönugrös
     kotasæla
                                        stjörnuhrap
vængjasláttur
                            svefnþungi
                                              skellibjöllur
         maríutásur

Ég sé ekki fyrir mér
í fljótu bragði
um hvað slíkt ljóð gæti fjallað

Regnbogaljóð

Í mildri blámóðu á heitu sumarkvöldi
brostir þú við mér mjúkum rauðum vörum
Gullin hárin á handleggjum þínum gældu við
uppbrettar peysuermar þegar við gengum í döggvotu
grasinu

Þrá

Mig dreymir
dúnmjúkar mýrar
mosgrónar heiðar

Beljandi fljót og
gráir melar
yrkja mér ljóð

Þar vil ég hvílast
um stund

heima

Fleira eftir sama höfund

Það sem ég hefði átt að segja næst: þráhyggjusögur

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

Hrikalega skrýtnar skepnur : Skrautleg sæskrýmsli og aðrar lystisemdir

Lesa meira

Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást

Lesa meira

í fjarveru trjáa: vegaljóð

Lesa meira

Ljóð í Pilot: Debutantologi

Lesa meira

Ljóð í God i ord

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira