Beint í efni

Á heitu malbiki

Á heitu malbiki
Höfundur
Ingunn Snædal
Útgefandi
Höfundur/Author
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Ljóð


Fyrsta ljóðabók Ingunnar.

Úr Á heitu malbiki:

Halló

Mig langar að yrkja ykkur ljóð
úr öllum fallegustu orðunum sem ég þekki
í því eiga að vera
                                 túlípanar
             fiðrildi
                          brönugrös
     kotasæla
                                        stjörnuhrap
vængjasláttur
                            svefnþungi
                                              skellibjöllur
         maríutásur

Ég sé ekki fyrir mér
í fljótu bragði
um hvað slíkt ljóð gæti fjallað

Regnbogaljóð

Í mildri blámóðu á heitu sumarkvöldi
brostir þú við mér mjúkum rauðum vörum
Gullin hárin á handleggjum þínum gældu við
uppbrettar peysuermar þegar við gengum í döggvotu
grasinu

Þrá

Mig dreymir
dúnmjúkar mýrar
mosgrónar heiðar

Beljandi fljót og
gráir melar
yrkja mér ljóð

Þar vil ég hvílast
um stund

heima

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í God i ord

Lesa meira

Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

í fjarveru trjáa: vegaljóð

Lesa meira

Ljóð í Pilot: Debutantologi

Lesa meira

Það sem ég hefði átt að segja næst: þráhyggjusögur

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

komin til að vera, nóttin

Lesa meira