Úr komin til að vera, nóttin:
mannaþefur í kolli mínum
hæhæ og hóhó
ef ég get upp á nafni þínu
verður þú þá hjá mér í nótt
ferð ekki fyrr en með fuglunum
heldur um mig
rótar í hárinu á mér
strýkur upphandlegg minn létt
þar til nátttröllin eru öll sofnuð
og skellur í fyrstu bílhurðunum
hæhæ og hóhó
eða ferðu strax
snýst á hæli og hverfur
án þess að taka með þér
eina einustu
hugsun um mig