Beint í efni

Hitinn á vaxmyndasafninu

Hitinn á vaxmyndasafninu
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Smásögur

Um bókina

Kraftaverk nútímans láta ekki alltaf mikið yfir sér. Stundum er það bara óvænt atburðarás eða óútskýrt atvik sem varpar glænýju ljósi á allt sem var og er og verður. Hversdagslegar aðstæður verða skyndilega að draumkenndu ævintýri og persónur koma auga á samhengi sem umturnar lífi þeirra; nýtt sjónarhorn breytir öllu.
 

úr bókinni

Sameinuðu þjóðirnar er víða að finna og ekki bara í aðalstöðvum samtakanna í New York á austurströnd Bandaríkjanna; þær má meðal annars sjá vestur á Granda, í þessari líka Reykjavík, á þessum líka grámygludegi í janúarbyrjun, einmitt í sama bili og járngráar og gisnar slydduflögur taka að sáldrast letilega yfir rökkurgrátt sviðið sem markast af blýlitu hafinu á aðra hönd og stálgrárri borginni, bryddaðri hvítum fjöllum, á hina. Sameinuðu þjóðirnar birtast í númeri bílsins á undan mér, UN N27, "United Nations N27 - og er þrisvar níu ekki einmitt tuttugu og sjö?" hugsa ég tómlega og bíð þess að bílaröðin mjakist inn á hringtorgið. Bíll Sameinuðu þjóðanna er silfurgrá Skoda Octavia og við stýrið getur alveg setið maður eða kona sem hefur kannski aldrei svo mikið sem stigið fæti sínum inn í New York á austurströnd Bandaríkjanna, en getur engu að síður verið sjálfar og allar Sameinuðu þjóðirnar í hnotskurn og saman komnar í einni og söum manneskjunni hér vestur á Granda í Reykjavík. Þá er þetta blessunarlega óáberandi ökumaður og eiginlega ekki raunverulegur, heldur miklu fremur eins konar teikning eða uppkast að mannveru, og þannig finnst mér gott að hugsa mér heiminn; sem teikningu, bláprent, uppdrátt, drög að heimi, því þegar lífið er þannig þá eru allir hlutir mögulegir; ekkert er orðið sem ekki er hægt að taka aftur, allt er í upphafi sínu, rétt eins og í öndverðu þegar það var ný hugsun í huga Guðs: hreint, tært, næstum glært - og alls ómengað af sjálfu sér.

(s. 109-110)

 

Fleira eftir sama höfund

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Veggfóðraður óendanleiki

Lesa meira

Veraldarviska

Lesa meira

Bókaþjófurinn

Lesa meira

Við fótskör meistarans

Lesa meira

Leið pílagrímsins

Lesa meira

Ræflatestamentið

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira