Beint í efni

Ísak Harðarson

Æviágrip

Ísak Harðarson fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands.

Ísak sendi frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Þriggja orða nafn, árið 1982 og í kjölfarið fjölda ljóðabóka, smásagnasafn, skáldsögu og endurminningabók. Ljóð hans komu út í safnritinu Ský fyrir ský árið 2000 og ljóð birtust einnig í erlendum tímaritum og sýnisbókum. Ísak samdi einnig söngtexta, auk þess sem ljóð hans hafa verið notuð til tónlistarflutnings. Þá þýddi hann bækur eftir erlenda höfunda á íslensku, meðal annars skáldsöguna Taumhald á skepnum eftir breska höfundinn Magnus Mills.

Ísak lést föstudaginn 12. maí árið 2023.