Beint í efni

Höfðalag að hraðbraut

Höfðalag að hraðbraut
Höfundur
Þóra Jónsdóttir
Útgefandi
Fjölvi
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Ljóð

Úr Höfðalag að hraðbraut:


SYSTUR

Vér áttum saman fjöregg
ég og systur mínar.
Vér héldumst í hendur
og skeyttum því ei
að greina sundur mynd vora
í sléttum fleti vatnsins.

En vindáttirnar tóku hug vorn allan
og slóðir vorar greindust
eftir mynztrum firðarinnar.

Ég dvel við dag fyrir löngu.
Vér fléttuðum saman hár vort
við enda regnbogans.

Munum vér systur ná
að mætast framar við vatnið
varpa á milli oss fjöregginu á ný
að mynd vor renni saman í fletinum.

(s. 11-12)

Fleira eftir sama höfund

Viðureign

Lesa meira

Far eftir hugsun

Lesa meira

Horft í birtuna

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Einnota vegur

Lesa meira

Lesnætur

Lesa meira

Leit að tjaldstæði

Lesa meira

Ljósar hendur : þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum

Lesa meira

Leiðin heim

Lesa meira