Ásamt Þóru eiga Ágústína Jónsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir ljóð í bókinni.
Myndskreytingar eftir Ágústínu Jónsdóttur, Þóru Jónsdóttur og Snorra Svein Friðriksson.
Úr Ljósar hendur:
Bréf til vorsins
Við tveggja nátta tungl
tekur kvöldið á sig náðir
ritar fyrst á rönd hvolfsins
rautt bréf til vorsins
komið alla leið til landsins
ofarlega á alheimskortinu
Ég horfi á lögun þess með hjartanu
hugsa um lambadrottningu
er ég eitt sinn fékk að halda
í fanginu nýmarkaðri