Beint í efni

Leiðin heim

Leiðin heim
Höfundur
Þóra Jónsdóttir
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1975
Flokkur
Ljóð

Úr Leiðinni heim:


FERÐASAGA

Þegar faðir minn var ungur,
söðlaði hann Rauð sinn og Sokka
og hélt suður,
þvert yfir hálendið,
án tjalds og áttavita.
Hugðist fylgja gangnamönnum.

Fylgdina þraut
og milli jöklanna,
fjarri sæluhúsum
skall á voðaveður.

Undir steini
létu maður og hestar fyrirberast
og héldu vöku sinni.
Tvísýn var glíman við höfuðskepnurnar.

Þá sást hugur þeirra á ferð
í byggð norðan jökla.

Áfram var haldið í illfærð,
fjöllin ein vörðuðu ókunna slóð.
Jökulfallið fór faðir minn á fossbrún
og sundreið ár.
Þrekaður náði hann til byggða.

Á Íslandi varð enginn úti
í það skiptið.
Því faðir minn var hollur vættum landsins
og auðnan hans meðreiðarmaður.

(s. 58-59)

Fleira eftir sama höfund

Viðureign

Lesa meira

Far eftir hugsun

Lesa meira

Horft í birtuna

Lesa meira

Höfðalag að hraðbraut

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Einnota vegur

Lesa meira

Lesnætur

Lesa meira

Leit að tjaldstæði

Lesa meira

Ljósar hendur : þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum

Lesa meira