Úr Horft í birtuna:
Langt að komið
Þegar barnið fæddist
leit móðirin í augu þess
og sá
að það var langt að komið.
Hún lagði það við brjóst
að hún mætti eignast það.
Seinna leit hún í augu þess
og sá
að það var langt að komið
og ekki mögulegt
að eignast það.