Beint í efni

Hrikalega skrýtnar skepnur : Skrautleg sæskrýmsli og aðrar lystisemdir

Hrikalega skrýtnar skepnur : Skrautleg sæskrýmsli og aðrar lystisemdir
Höfundur
Ingunn Snædal
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Barnabækur

Iðunn Snædal þýddi.

Af bókarkápu:
Búið ykkur undir skrímslaveislu!
Þegar sæskrímsli rekur á fjörur SGIMS - stofnun gegn illri meðferð á skepnum - verður varúlfurinn Úlfur að hætta lífi sínu til að bjarga því.
Hinn illi Mýrgarður barón er aftur kominn á stjá - og ætlar að gæða sér á skrímslum!
Getur Úlfur komið í veg fyrir hina grimmdarlegu skrímslaveislu, eða endar hann sjálfur sem gómsætur eftirréttur?
Framtíð SGIMS er í húfi...
Önnur spennandi bókin í bókaflokknum
Hrikalega skrýtnar skepnur.

Úr Skrautleg sæskrýmsli og aðrar lystisemdir : Hrikalega skrýtnar skepnur
Beinir dró þunga pokana inn. Gaddahalar og loðnir hreifar stóðu upp úr þeim. Þeir voru fullir af sjávarskepnum. Hann tæmdi einn pokann á bekkinn.
Fankó Spagettí lyfti gullinni skepnu með gadda ofan á halanum.
Magnifico! Ungur vörtungur, sagði kokkurinn. Ég sker hann niður í bita og steiki á pönnu með ólífuolíu og kryddjurtum. Blæðir og Beini sleiktu út um.
Hvað fenguð þið fleira? spurði Frankó Spagettí.
Blæðir dró langa slímuga skepnu með enn lengri og slímugri rana upp úr öðrum poka.
Splendido! Fílaáll, sagði Frankó Spagettí. Ég set fyllingu í ranann og grilla hann. Hvað fleira?
Beini dró upp kringlótta bláa skepnu með risastóran munn og þykkar varir.
Fantastico! Stútkútur. Kossaskepnan. Ég sker af honum varirnar og sýð þær.
Beini lyfti upp handfylli af örlitlum sjávarverum sem svipaði til álfa. Í stað vængja höfðu þær hreifa.
Marveloso! sagði Frankó Spagettí. Vatnagyðlur.
 Hann tók eina þeirra upp á hreifanum. Ég djúpsteiki þær í deigi. Hvað fleira?
Blæðir og Beini drógu upp hverja skepnuna á fætur annarri og stöfluðu þeim í marglitan haug á járnbekknum. Sumar voru slímugar og runnu niður á gólf og hinar stærri löfðu út af bekknum, halar og kampar héngu niður á gólfið.

(s. 76-78)  

Fleira eftir sama höfund

Það sem ég hefði átt að segja næst: þráhyggjusögur

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

Á heitu malbiki

Lesa meira

Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást

Lesa meira

í fjarveru trjáa: vegaljóð

Lesa meira

Ljóð í Pilot: Debutantologi

Lesa meira

Ljóð í God i ord

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira