Úr Á hvítri verönd:
Dagtröll
Tröll eru fámenn
og stórvaxin stétt
taka sjaldan til máls
Við nemum ekki tíðnina
þegar tröll kallast á
Ég hélt mig eitt sinn heyra Esjuna
bjóða öðru fjalli góðan dag
eftir andvökunótt í björtu
Þá opnaði ég rásina
svo ég yrði aftur
eins og við hin