Beint í efni

Landið í brjóstinu

Landið í brjóstinu
Höfundur
Þóra Jónsdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Safn ljóða úr fyrri bókum höfundar.

Úr Landinu í brjóstinu:

Landið í brjóstinu
(úr Á hvítri verönd, 1988)

Oft er erfitt
að bera landið í brjóstinu
brimsorfið og veðrað
fátt um afdrep

Jökulkróna þess er þung
hjartað brennandi
birtan skær og nóttin löng
Sagan eins og samgróningur
í brjóstinu
 
Suma morgna
er sagan og landið
sterk frjáls og gagnsæ
í brjóstinu 

Hamskipti
(úr Leiðin heim, 1975)

Svefn
sem flögrar yfir höfði mér
styttu vökuna

Breið væng þinn á augu mín
Leyf mér hamskiptin

Ljá mér leiðsögn þína
uns aftur morgnar

Fús teyga ég óminnisdrykkinn
er þú að skilnaði berð mér

Samtöl við nóttina
(úr Einnota vegur, 2003)

Vindurinn kemur vafrandi
með reifabarn í fangi
Gærdagurinn gróin rúst

Ungur morgunn
er óðara fullvaxinn

Þú dregur niður rúðuna
Dagurinn er floginn

Í kvöld lætur tunglið
klæði sín falla á jörðina

Gættu hvar þú stígur

Fleira eftir sama höfund

Einnota vegur

Lesa meira

Línur í lófa

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Jól í koti

Lesa meira

Höfðalag að hraðbraut

Lesa meira

Horft í birtuna

Lesa meira

Sólardansinn

Lesa meira

Far eftir hugsun

Lesa meira

Á hvítri verönd

Lesa meira