Beint í efni

Í felum bakvið gluggatjöldin

Í felum bakvið gluggatjöldin
Höfundur
Þórdís Þúfa
Útgefandi
Höfundur/Author
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Ljóð

Úr Í felum bakvið gluggatjöldin:

Í FELUM

Ég sá hana aldrei
en vissi af hendinni í vasanum
þar sem ég lá svo líflaus
en andaði djúpt.

Hún hvíslaði orð
sem ég heyrði handan draumanna,
hvíslaði og hvíslaði,
sagðist orðin þreytt
á öllum þessum eilífu
sögum og ljóðum
úr sandi.

Hver andar bakvið tjöldin,
hver talar og talar?

Og röddin svo tær,
svo hrein og tær ...

en botnfallið leynist
í skugga frá stóru tré
meðan dagurinn endist.

Ennþá hef ég ekki séð hana
en veit að enginn,
ekki einu sinni regnið,
líkist þér
þar sem þú situr í hnipri
og dregur djúpt andann,

finnur hjartslátt minn
í lófa þínum
uns röddin hljóðnar
við rökkursetur
og augun fyllast af sandi.

Fleira eftir sama höfund

Schlafsonate

Lesa meira

nötur gömlu nútíðarinnar

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Og svo kom nóttin

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Vera & Linus

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Saga af bláu sumri

Lesa meira

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík

Lesa meira