Beint í efni

Og svo kom nóttin

Og svo kom nóttin
Höfundur
Þórdís Þúfa
Útgefandi
Nyhil
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

Ljóð eftir Þórdísi og myndir eftir Jesse Ball. Bókin kom út í ritröðinni Norrænar bókmenntir (bók nr. 8).

Úr Og svo kom nóttin:

1.

Skógurinn fylltist
af verum sem sungu
með gulnuðum röddum
og sveimuðu
eins og heitur blærinn
yfir hvolfinu
sem fyllti mig gleði
svo ég hallaði mér niður
fann mig leysast upp í friði
og renna hægt í burtu
eins og vatn

------------

9.

Það brakaði í greininni
og hann hagræddi sér betur
dró fæturna upp að sér
og krækti höndunum í kring
með steininn í heitum lófanum

Náttugla eða leðurblaka?

Vonandi verður nóttin
ekki lengri en áður
og vonandi verður suðið
ekki háværara en fyrr
sagði hann
og hugsaði um liðnar nætur

----------

21.

Og hann klemmir saman augun

Við skulum vera hérna uppi
þar til dagar
hverfa síðan ofan í grasið
fyrir neðan

Við skulum haldast í hendur
og vera saman
uns við föllum til jarðar
og deyjum og deyjum
og deyjum

Fleira eftir sama höfund

Í felum bakvið gluggatjöldin

Lesa meira

nötur gömlu nútíðarinnar

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Saga af bláu sumri

Lesa meira

Schlafsonate

Lesa meira

Sólmundur

Lesa meira

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Vera & Linus

Lesa meira