Beint í efni

Í leit að glötuðum tíma : leiðin til Swann

Í leit að glötuðum tíma : leiðin til Swann
Höfundur
Pétur Gunnarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
0
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Tvö bindi. Marcel Proust: A la recherche du temps perdu: du coté de chez Swann

Úr Í leit að glötuðum tíma:

Lengi hef ég kvöldsvæfur verið. Fyrir kom að augun lukust svo hratt aftur að mér vannst ekki tími til að hugsa: ég er að sofna áður en kertið var slokknað. Hálftíma síðar hrökk ég upp við þá tilhugsun að nú væri mál að halla sér; ég ætlaði að leggja frá mér bókina sem ég taldi mig halda á og slökkva ljósið; í svefninum hafði ég ekki hætt að hugsa um það sem ég var að enda við að lesa, en þessar hugsanir höfðu tekið á sig allsérstæðar myndir; mér þótti sem ég væri sjálfur orðinn að umfjöllunarefni bókarinnar: kirkju, kvartett, átökum Frans fyrsta og Karls fimmta. Þessi hugarburður bjó með mér fyrst eftir að ég vaknaði; hann ofbauð ekki skynseminni en lagðist eins og hreistur yfir augun og aftraði þeim frá að skynja að slokknað væri á kertinu. Síðan tók hann að fjarlægjast, líkt og hugsanir frá liðnu æviskeiði að lokinni endurfæðingu; viðfangsefni bókarinnar varð viðskila við mig, mér var í sjálfsvald sett hvort ég gæfi mig að því eða ekki; um leið öðlaðist ég sjónina aftur og undraðist að vera umlukinn myrkri, mildu og hvílandi fyrir augun, en kannski öllu heldur fyrir hugann, fyrir honum var það óútskýrt, óskiljanlegt, bókstaflega myrkri hulið. Hvað skyldi klukkan vera? hugsaði ég með mér; ég heyrði blístrið í lestunum, mislangt undan, það framkallaði fjarlægðina líkt og fulgasöngur í skógi, birti mér víðáttu sveitarinnar þar sem ferðalangurinn siglir hraðbyri í átt að næstu stöð; og spölurinn sem hann fer greypist í huga hans: uppnámið sem nýir staðir vekja með honum, stellingar sem hann á ekki að venjast, nýafstaðnar samræður og kveðjustund undir framandi ljóskeri - allt slæst það í för með honum inn í þögn næturinnar og blandast yfirvofandi sætleika endurfundanna. Ég lagði kinnina blíðlega að svæflinum sem var stinnur og ferskur eins og barnsvangi. Ég kveikti á eldspýtu til að sjá hvað tímanum liði. Bráðum tólf. Hér er það að hinn sjúki sem hefur neyðst til að takast ferð á hendur og nátta sig á framandi hóteli vaknar í kvalakasti og gleðst yfir að sjá ljósrönd dagrenningar við dyrnar. Hvílíkur léttir, það er kominn morgunn! Eftir andartak verður þjónustufólkið komið á stjá, hann getur hringt og honum verður komið til hjálpar. Vonin um linun eykur honum þrek til að þjást. Rétt í þessu telur hann sig greina fótatak; það færist nær, en fjarlægist síðan. Og ljósröndin undir hurðinni slokknar. Það er miðnætti; slökkt hefur verið á gasinu; síðasti þjónninn á bak og burt og hann horfir fram á heila þjáningarnótt einn og yfirgefinn.

(Fyrra bindi, s. 21-22)

Fleira eftir sama höfund

Gunnlaðar saga

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira

Grænjaxlar

Lesa meira

Hlutirnir

Lesa meira

Splunkunýr dagur

Lesa meira

Kartöflugarður um vetur : ritdómur um Kartöfluprinsessuna

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Dýrðin á ásýnd hlutanna

Lesa meira